Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. apríl 2024

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir reyna drepa föður og unga dóttur hans í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Maðurinn réðst við annan mann inn á heimili feðginanna og skaut sex skotum. Árásin var þaulskipulögð.

Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á Akureyri í gærkvöld, grunaður um hafa orðið konu sinni bana. Parið er íslenskt og flutti til Akureyrar skömmu fyrir jól.

Lögreglan á Suðurlandi vill lítið gefa upp um rannsókn á mannsláti á Kiðjabergi á laugardag. Tveir eru í gæsluvarðhaldi og öðrum tveimur hefur verið sleppt úr varðhaldi.

Heilbrigðisráðherra ræðir við heimilislækna um hvernig hægt draga úr skriffinnsku svo meiri tími gefist til sinna sjúklingum. Formaður félags íslenskra heimilislækna vonar fundurinn skili árangri.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir veitingamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður um fjórar vikur, þau eru þó laus úr einangrun.

Kvikuhólfið undir Svartsengi er fyllast en lítið er vitað um hvert kvika leitar ef það kemur til nýs kvikuhlaups. Gosið gæti á nýjum stað eða kvika gæti einnig leitað upp á yfirborðið í gegnum núverandi gíg.

Viðskipti með líftæknifyrirtækið Oculis hófust á aðalmarkaði kauphallarinnar í morgun.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir