Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. október 2023

Rúmlega þúsund hafa fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza síðan um helgina og yfir fimm þúsund særst. Fjöldi ísraelskra hersveita er við landamærin Gaza og innrás virðist yfirvofandi.

Afsögn Bjarna Benediktssonar kann leiða til uppstokkunar innan ríkisstjórnarinnar. Ákall er um breytingar til bregðast við minnkandi fylgi stjórnarflokkanna.

Björgunarsveitir voru kallaðar margoft út í nótt, bæði vegna foktjóns og til aðstoða ferðalanga í vanda. Mikill fjöldi varð innlyksa á Djúpavogi vegna veðurs og vegalokana. Allt gistipláss fylltist í bænum og Rauði krossinn opnaði fjöldarhjálparstöð.

Snarpur jarðskjálfti varð í Afganistan í morgun. Yfir þúsund létust í skjálfta þar á laugardag.

Saksóknari í Héraðsdómi Reykjaness fer fram á maður á fertugsaldri sem gefið er sök hafa stungið meðleigjanda sinn til a bana í júní verði dæmdur í sextán ára fangelsi hið minnsta. Aðalmeðferð í málinu hélt áfram í dag.

Forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki hafa verið rætt taka lyfið oxykontín af markaði. Lyfið geri gagn það notað rétt.

Reykjavíkurborg hefur efnt til samkeppni um rekstur og nýtingu Sunnutorgs við Langholtsveg í Reykjavík.. Sunnutorg hefur tvisvar verið auglýst til sölu á síðustu árum, án árangurs.

Frumflutt

11. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,