Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. desember 2023

Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar, á fimmta tug talsins, hefur verið sagt upp störfum. Stofnunin verður lögð niður á næsta ári með tilkomu nýrrar Miðstöðvar menntunar og þjónustu. Forstjórinn telur margir starfsmenn eigi eftir fylgja sér til nýrrar stofnunar.

Verkfallsboðun flugumferðarstjóra á mánudag er lögmæt mati félagsdóms.Tekist var á um það í málinu hvað teldist eðlilegur nútímasamskiptamáti og hvort fólki væri skylt vakta tölvupóst á frídögum.

Forsætisráðherra Ungverjalands beitti neitunarvaldi á leiðtogafundi Evrópusambandsins í nótt, og stöðvaði þannig áform um aðstoð fyrir Úkraínu sem nemur tugum milljarða evra. Hann steig hins vegar til hliðar á meðan aðrir leiðtogar innan ESB samþykktu bjóða Úkraínu hefja aðildarviðræður.

Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík úthlutar matargjöfum í dag. Þrátt fyrir mikla verðbólgu og dýrtíð hefur ekki dregið úr framlögum frá fólki og fyrirtækjum.

Útgefandi breska götublaðsins Mirror var í morgun dæmdur til greiða Harry Bretaprins jafnvirði 25 milljóna króna í skaðabætur. Blaðamenn brutust inn í síma prinsins í þeim tilgangi flytja fréttir af honum.

Jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi sendir út dagskrá, þrítugustu og fyrstu aðventuna í röð. Öll dagskrárgerð og tæknivinna er í höndum nemenda.

Frumflutt

15. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,