Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. desember 2023

Raforkufyrirtæki og samtök atvinnurekenda saka atvinnuveganefnd Alþingis um kippa markaðslögmálum úr sambandi og taka upp miðstýringu á raforkumarkaði. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp sem tryggja á forgang almennings raforku.

Forstjóri Landsvirkjunar telur raforka til almennings verði mun dýrari ef markaðslögmálin fái ein ráða raforkuverði.

Enn er reynt samkomulagi um vopnahlé á Gaza en framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Öryggisráðið lamað í sínum viðbrögðum. Staða heilbrigðiskerfisins á Gaza er sögð hræðileg.

Lokaspretturinn á COP28 er hafinn og unnið er því í kappi við tímann samkomulagi um draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Forseti ráðstefnunnar segir viðræður hafi ekki borið nægilegan árangur.

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir margar ráðstafanir hafi verið gerðar til tryggja vatnslögnina þangað. eftir hún skemmdist þegar akkeri togara vinnslustöðvarinnar festist í henni um miðjan nóvember. Nokkrir hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar á skemmdum á lögninni og beiðni um sjópróf verður þingfest fyrir héraðsdómi í vikunni.

Landeigendur við Stuðlagil eru ósammála um hvort byggja eigi göngubrú yfir ána. Slík brú myndi veita þeim sem koma norðan gilinu aðgang innsta hluta gilsins, þar sem það þykir einna fegurst.

Frumflutt

10. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir