Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. mars 2024

Formaður VR segir nokkur árangur hafi náðst í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á tólf klukkustunda fundi í gær. Enn er tekist á um samninga starfsmanna á Keflavíkurflugvelli - verkfall blasir við í næstu viku takist samningar ekki.

Nokkrar árásir hafa verið gerðar í landamærahéruðum í Rússlandi í morgun. Forseti Úkraínu lýsti því yfir í gærkvöld staða Úkraínuhers á víglínunni væri betri í dag en hún hefði verið lengi.

Palestínskir umsækjendur um alþjóðlega vernd njóta ekki lengur forgangs við umsóknir um fjölskyldusameiningar. Dómsmálaráðherra segir það alltaf hafa átt vera tímabundna ráðstöfun.

Grindvíkingar vilja njóta sömu kjara og fyrstu kaupendur fasteigna. Þeir segja nauðsynlegt yfirvöld aðstoði enn frekar.

Húsnæði Heilsugæslu Garðabæjar skemmdist mikið í eldsvoða í síðustu viku. Starfsemin flytur tímabundið til Reykjavíkur.

Lögregla á Norður-Jótlandi rannsakar morð á þrettán ára gamalli stúlku í gærkvöld. Sautján ára drengur er í haldi, grunaður um ódæðið.

bókmenntastefna stjórnvalda á auka lestur, styrkja útgáfu og styðja við rithöfunda. Menningarráðherra vill tryggja stöðu íslenskra bókmennta til frambúðar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var í gærkvöld valinn besti leikmaðurinn í Þýskalandi árið 2023.

Frumflutt

12. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,