Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 6. febrúar 2024

Aðgerðapakki fyrir fasteignaeigendur í Grindavík verður kynntur í lok vikunnar sögn fjármálaráðherra.

Enn kemur til greina samið verði um sex vikna vopnahlé á Gaza. Varnarmálaráðherra Ísraels segir hins vegar landhernaður færist senn nær landamæraborginni Rafah, um helmingur Gazabúa hefur leitað þar skjóls undan átökunum.

Stríðið á Gaza er nemendum í Hagaskóla svo ofarlega í huga þeir fóru í skólaverkfall í morgun og mótmæltu kröftuglega á Austurvelli. Þeir vilja Ísland beiti sér fyrir vopnahléi og stríðinu ljúki.

Hundruð þúsunda Sýrlendinga og Tyrkja eru á hrakhólum, ári eftir mannskæða skjálfta. Reiði í garð yfirvalda kraumar enn, í bland við söknuð og trega

Hámark níu fulltrúar munu sitja í Loftslagsráði en ekki fimmtán eins og er ef reglugerð umhverfisráðherra um ráðið nær fram ganga og gert ráð fyrir ákveðinni hæfni þeirra sem í því sitja. Náttúruverndarsamtökin telja ráðlegra breyta lögum um ráðið áður en sett reglugerð og umhverfisráðgjafi vill draga reglugerðardrögin til baka.

Allt stefnir í uppnám í filippseyskum stjórnmálum þar sem helstu ættarveldi eru komin í hár saman.

Stúdentar vilja draga úr óvissu í námslánakerfiinu og segja ósanngjarnt afföll vegna lána annarra námsmanna lendi á þeim sem greiða sitt.

Enn er unnið endurskoðun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Ríkisendurskoðandi fylgist með kostnaðaraukningu sáttmálans og Fossvogsbrúar en segir ekkert ákveðið um hvort stofnunin ræðst í úttekt.

Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir treysta þurfi fjölmarga innviði í sveitarfélaginu eigi Finnafjarðarverkefnið verða veruleika. Sveitarfélagið hefur gert tveggja ára samning við innviðaráðuneytið vegna verkefnisins.

Frumflutt

6. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir