Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 01. janúar 2024

Flóðbylgjuviðvörun er í gildi í Japan þar sem stór skjálfti reið yfir í dag. Hús hafa hrunið og tugþúsundir eru án rafmagns.

Nýársnótt gekk mestu leyti vel fyrir sig. Mikið var um skemmtanahald en fáir gistu í fangaklefa . Sumarbústaður brann til kaldra kola í Grímsnesi í gærkvöld og fyrsti bruni árs­ins varð rétt eft­ir miðnætti í skúr við íbúðarhús í Hafnarfirði.

Talsverð mengun var á höfuðborgarsvæðinu þegar nýtt ár gekk í garð en þó ekki metmengun. Mengunina rekja til veðurskilyrða, segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Manntjón varð í loftárásum á Úkraínu í nótt. Úkraínuforseti hét því í nýársávarpi Rússar fengju finna fyrir reiði Úkraínumanna á nýju ári.

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið afsala sér dönsku krúnunni. Hún eftirlætur Friðriki syni sínum krúnuna fjórtánda janúar eftir 52 ár á valdastóli.

Ófriður í heiminum og minnkandi traust almennings til Þjóðkirkjunnar var meðal umtalsefna Biskups í hennar síðustu nýárspredikun.

Frumflutt

1. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,