Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 07. október 2023

Stríð er hafið, segir forsætisráðherra Ísraels. Fleiri en tuttugu eru látin og yfir 70 alvarlega særð eftir óvæntar eldflaugaárásir Hamas samtakanna. Ísraelsher hóf loftárásir á Gaza í morgun, enn er óljóst hve mörg hafa látist í þeim.

Íslendingur í Tel Aviv segir Ísraelsmenn sem hann hefur rætt við mjög skelkaða eftir atburði morgunsins. Hann vaknaði við loftvarnarflautur og heyrði fjölda sprenginga.

Alma Ýr Ingólfsdóttir var í morgun kjörin formaður ÖBÍ-réttindasamtaka. Aðeins munaði einu atkvæði á frambjóðendunum tveimur. Alma leggur áherslu á börnin.

Verkfall handritshöfunda hefur skaðleg áhrif á rekstrargrundvöll stórra framleiðslufyrirtækja, mati Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðenda. Þá verði minna framboð á efni fyrir áhorfendur eftir 12-18 mánuði.

Um 150 milljónir söfnuðust til styrktar Grensásdeild Landspítalans í söfnunarþætti í gær. Formaður Hollvina Grensáss segir upphæðina sem safnaðist hafa farið fram úr sínum björtustu vonum.

Fimleikagoðsögnin Simone Biles varð í gærkvöld sigursælasti keppandi fimleikasögunnar þegar hún vann sín sjöttu gullverðlaun í fjölþraut. Hún getur bætt enn frekar í safnið í dag og á morgun.

Frumflutt

7. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir