Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28. maí 2024

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar andlát karls og konu í heimahúsi í Bolungarvík. Fólkið, sem er á sjötugsaldri, bjó saman en lögregla telur andlát ekki hafa borið með saknæmum hætti.

Ísraelskir skriðdrekar óku inn í miðborg Rafah skömmu fyrir hádegi. Svo virðist sem allsherjarinnrás í borgina, sem lengi hefur vofað yfir, hafin.

Matvælaráðherra hefur óskað eftir frekari umsögnum um hvalveiðar og væntir þess álit í næstu viku. Algjör óvissa er um hvalveiðivertíð sem alla jafna hefst í júní.

Á annað þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á Akureyri í aðdraganda forsetakosninga.

Kosningateymi Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda baðst í morgun afsökunar á hafa notað myndefni í óleyfi.

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir og Hugi Guðmundsson tónskáld hafa verið tilefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs

Guðlaug Edda Hannesdóttir, sem í gær fékk sæti í þríþraut á Ólympíuleikunum í París í sumar, segir þrálát meiðsli undanfarinna ára hafa styrkt sig í baráttunni um komast á leikana. Hún trúi þessu þó varla enn þá.

Frumflutt

28. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir