Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. nóvember 2024

Óvíst er hvenær niðurstöður forsetakosninganna sem eru í Bandaríkjunum í dag verða ljósar. Mjög litlu munar á frambjóðendunum í könnunum.

Viðsnúningur verður í rekstri Reykjavíkurborgar á næstu árum. Gangi áætlanir eftir verður 1,7 milljarða afgangur á rekstri borgarinnar á næsta ári

Einu barni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu Barnaspítalans eftir e.colismit í leikskólanum Mánagarði. Yfirlæknir segir flest börnin á batavegi.

Gert er ráð fyrir auknum hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári í breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Fjárlaganefnd Alþingis stefnir því afgreiða frumvarpið úr nefnd í byrjun næstu viku.

Úrkoma og hlýindi valda aukinni skriðuhættu á Suður- og Vesturlandi. Tvær skriður féllu á Vesturlandi í gær.

Sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu hafa sagt upp samningi um rekstur hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd og óvíst hvað tekur við. Biðlisti er eftir plássum á heimilinu.

Frumflutt

5. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir