Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 30. október 2024

Rúmlega sextíu hafa fundist látnir í miklum flóðum á Suður-Spáni. Í vinsælum ferðamannabæjum var úrkoman ógnarmikil - meðalúrkoma yfir allt árið féll á nokkrum klukkustundum. Kona sem býr í Valencia segir flóðin hafi komið öllum óvörum.

Verðbólga heldur áfram minnka og er komin niður í fimm prósent. Vaxtalækkunarferlið er hafið og bara spurning hve stórt næsta skref Seðlabankans verður, segir hagfræðingur.

Engir formlegir samningafundir standa yfir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Þess í stað eru í dag svokallaðir vinnufundir vegna sveitarfélaganna, en í gær var sjónum beint ríkinu. Verkfall er í níu skólum.

Saksóknarar í Georgíu ætla rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar og forseta landsins um kosningasvindl í þingkosningum á laugardag. Forsetinn hefur verið kallaður til yfirheyrslu á morgun og verður beðinn leggja fram sönnunargögn.

Bann við starfsemi Palestínuflóttamannahjálparinnar hefur hrikalegar afleiðingar, segir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sem hernámsríki beri Ísrael tryggja þörfum fólksins sinnt.

Þeir sem ætla bjóða fram í alþingiskosningunum hafa til hádegis á morgun til skila gögnum til landskjörstjórnar. Við litum við á einum mótttökustaðnum rétt fyrir fréttir.

Rithöfundi var meinaður aðgangur blaðamannafundi Zelenskys Úkraínuforseta í Alþingishúsinu í gær, þrátt fyrir vera á gestalista. Hann hefur eftir lögreglu hann á svörtum lista Alþingis.

Valur tapaði í gær gegn þýska toppliðinu Melsungen í Evrópudeildinni í handbolta á Hlíðarenda

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir