Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. febrúar 2024

Níu milljón rúmmetrar hafa safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og er orðið jafnmikið og þegar gaus 14. janúar.

Þúsund nýjar íbúðir vantar á þessu ári til uppfylla þörf. Margt bendir til þess enn fleiri vanti á næsta ári.

Noregur ætlar styðja Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Palestínu áfram þrátt fyrir ásakanir um starfsmenn hennar hafi tekið þátt í árás Hamas samtakanna á Ísrael.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna freistar þess samkomulagi um vopnahlé á Gaza í fimmtu heimsókn sinni til Mið-Austurlanda frá því stríðið hófst. Bandaríkjamenn og Bretar héldu áfram árásum á bækistöðvar Húta í Jemen í nótt.

Tónlistarkonan Laufey varð í nótt sjötti Grammy-verðlaunahafi Íslands. Hún flutti lag sitt, From the Start af plötunni Bewitched, og kom fram með bandaríska tónlistarmanninum Billy Joel.

Mannréttindasamtök gagnrýna boðað frumvarp dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur.

Veitufyrirtækin geta vel mætt kuldakastinu sem framundan er og búast ekki við skammta heitt vatn. Það herðir á frosti um miðja vikuna og á fimmtudagskvöld gæti það orðið tuttugu gráður.

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun vonar enn geti ræst úr loðnuvertíðinni þótt illa hafi gengið finna loðnu hingað til. Þrjú skip halda til mælinga í vikunni.

Bora á stóra tilraunavinnsluholum til leita heitu vatni fyrir Djúpavog. Bjartsýni er um hægt verði stofna þar hitaveitu.

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir