Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 5. september 2024

Lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu og vopnaðir sérsveitarmenn sinna öryggisgæslu á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Lögreglan hefur rætt við grunnskólabörn síðustu daga um mikilvægi góðra samskipta.

Tugir starfsmanna Laugarnesskóla hafa hætt eða farið í veikindaleyfi vegna myglu. Skólastjóri harmar seinagang Reykjavíkurborgar en segir lausn í sjónmáli.

Lögregla skaut vopnaðan mann til bana nærri skjalasafni Nasistaflokksins í München í morgun. Maðurinn hafði skotið nokkrum sinnum úr riffli við safnið.

Hátt hlutfall innflytjenda á atvinnuleysisskrá er forstjóra Vinnumálastofnunar áhyggjuefni. Rúmlega 6.700 voru án vinnu í júlímánuði, þar af um 3.800 innflytjendur.

Réttað er í Frakklandi yfir manni sem bauð tugum manna nauðga eiginkonu sinni meðan hún var undir áhrifum lyfja. Konan segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því upplýsa málið.

Starfsfólk í gistiskýlum og búseturúrræðum fyrir heimilislausa í Reykjavík telur alvarleg brot hafi aukist en ofbeldismálum sem þar koma upp í heild virðist hafa fækkað.

Biðlistar barna eftir sálfræðiþjónustu styttust á síðasta ári. Á sjötta hundrað börn bíða eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð og á annað hundrað eftir þjónustu vegna ofþyngdar.

Frumflutt

5. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir