Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. september 2023

Útilokað er fjármagna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í núverandi mynd, segir fjármálaráðherra, sem vill seinka verkefnum.

Viðgerð er hafin á veginum til Mjóafjarðar sem fór í sundur á nokkrum stöðum í stórrigningum í vikunni. Ólíklegt er vegurinn verði opnaður í dag

Úkraínumenn hafa náð samkomulagi við stjórnvöld í Slóvakíu í deilu um kornútflutning, sem ógnað hefur samstöðu um stuðning við Úkraínu

Sýni Hafrannsóknarstofnunar úr kvíastæðu Arctic Sea gefur til kynna hátt hlutfall þeirra eldislaxa sem þaðan sluppu hafi verið orðnir kynþroska. Rekköfun á vegum Fiskistofu í laxveiðiám stendur enn yfir.

Erna Solberg ætlar ekki hætta sem formaður Hægriflokksins í Noregi þrátt fyrir umfangsmikill hlutabréfaviðskipti eiginmanns hennar á meðan hún var forsætisráðherra. Solberg segir hægt axla ábyrgð án þess segja af sér.

Þingmaður Pírata sakar menntamálaráðherra um sprengja upp skólasamfélagið á Akureyri til kría út meiri pening í málaflokkinn.

Ein persónan í nýju íslensku leikriti byggist á þjóðþekktum manni sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Borgarleikhússtjóri segir leikhúsið bera virðingu fyrir tilfinningum þolenda.

Stærsta skiptistöð landsins fyrir farþega Strætó í Mjódd er oft lokuð og skortur á salernisaðstöðu neyðir fólk til gera þarfir sínar utandyra.

Frumflutt

21. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,