Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. febrúar 2024

Ríflega hundrað hafa verið handteknir í Rússlandi fyrir þátttöku í mótmælum vegan andláts Alexei Navalní, helsta stjórnarandstæðings landsins, sem lést í gær. Talsmaður hans hefur staðfest andlátið og fjölskyldan krefst þess lík hans afhent.

Starfsfólk HS veitna vinnur því grafa í gegnum hraun janúareldgossins til komast leka í hitaveitulögn til Grindavíkur. Um helmingur vatnsins sem er sent um hana tapast á leið í bæinn og erfitt halda hita á sumum húsum.

Framvegis þurfa fiskeldisfyrirtæki sækja um byggingarleyfi fyrir sjókvíum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hingað til hefur aðeins þurft sækja um rekstrar- og starfsleyfi.

Bóndi í Borgarbyggð þarf líklega hella niður á annað hundrað lítrum af mjólk eftir sólarhrings rafmagnsleysi.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, þarf greiða fimmtíu milljarða króna sekt vegna bókhaldssvika og ekki stunda viðskipti í New York næstu þrjú árin.

Heitt loft sunnan hrekur kalda loftið norður eftir landinu og út á sjó. Í morgun hefur mælst tíu stiga hiti og fjórtán stiga frost samtímis.

Bikarúrslitin í blaki verða spiluð í Digranesi í dag. Í kvennaflokki mætast KA og Afturelding og í karlaflokki Þróttur Fjarðabyggð og Hamar.

Frumflutt

17. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,