Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. febrúar 2024

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny er látinn. Þjóðarleiðtogar víða um heim segja stjórnvöld í Rússlandi beri ábyrgð á dauða hans.

Ljóst er miklar skemmdir urðu á húsnæðinu sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi. Lögregla mun ekki geta sinnt rannsókn á eldsupptökum strax þar sem mikill hiti er enn í húsnæðinu.

Leiðtogar Þýskalands og Frakklands skrifa í dag undir samming um varnarsamstarf við Úkraínu. Stofnun sem fylgist með aðstoð við Úkraínu segir Evrópuþjóðir þurfi tvöfalda framlög sín, skrúfi Bandaríkjaþing fyrir stuðning til Úkraínu.

Rafmagnsleysi á Vesturlandi í gærkvöld, nótt og í morgun hefur haft víðfeðm áhrif. Sveitarstjóri Borgarbyggðar hafði mestar áhyggjur af kúabændum en hafði ekki heyrt um vandkvæði hjá þeim. Enn er rafmagnslaust í Lundarreykjadal.

Sveitarstjórinn í Borgarbyggð hafði mestar áhyggjur af kúabændum þegar rafmagn fór af Borgarfirði og Mýrum í gær. Enn er rafmagnslaust í Lundareykjadal.

Heilbrigðisyfirvöld á Gaza segja fjóra sjúklinga hafa dáið úr súrefnisskorti eftir Ísraelsher réðst inn í spítala. Herinn tók rafmagn af spítalanum og kveðst hafa handtekið vígamenn sem grunaðir eru um aðild árás á Ísrael 7. október.

Orkumálaráðherrar Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn geta lært mikið af Íslendingum varðandi nýtingu jarðvarma. Tvíhliða samningur ríkjanna um orku- og loftslagsmál verður undirritaður í dag.

Barnamálaráðuneytið hyggst setja 54 milljónir króna í vistheimili fyrir börn í vanda, sem til stendur opna á Akureyri í sumar.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar telur öryggi íbúa og ferðafólks ógnað vegna ónógs bráðaviðbragðs í sveitarfélaginu, bæjarstjóri segist tala fyrir daufum eyrum.

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,