Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. nóvember 2023

Það tekur marga mánuði gera við skemmdir í Grindavík og ólíklegt Grindvíkingar geti haldið jólin heima.

Frumvarp um sértækan húsnæðisstuðning til koma til móts við aukinn kostnað þeirra sem þurfa leigja sér húsnæði utan Grindavíkur vegna jarðhræringanna verður lagt fyrir þingið eftir helgi.

Bandarískt fyrirtæki hefur gert yfirtökutilboð í Marel. Hlutabréf í Marel hækkuðu verulega og Kauphöllin stöðvaði viðskipti með þau um tíma í morgun.

Maður var stunginn með hnífi í Grafarholti snemma í morgun. Hann er ekki í lífshættu, en fjórir eru í haldi lögreglu.

Vopnahlé er hafið á Gaza. Enn sem komið er virðist það halda og verði svo áfram verða fyrstu ísraelsku gíslarnir látnir lausir í dag.

Fjölskylda og helsti umönnunaraðili fjölfatlaðs hælisleitanda þarf fara úr landi á þriðjudag, samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar. Sjálfur verður maðurinn eftir. Ekki er hægt fresta brottvísuninni, segir upplýsingafulltrúi stofnunarinnar.

Þrjátíu og fjórir voru handteknir í hörðum óeirðum í Dublin á Írlandi í gær. Lögreglustjóri segir mun fleiri verði hnepptir í varðhald og kallar óeirðarseggina öfgahægribrjálæðinga.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra átelur Akureyrarbæ fyrir gera ekkert til draga úr svifryki. Mælingar Umhverfisstofnunar sýna hvergi er andrúmsloftið jafn oft heilsuspillandi og á Akureyri.

Leikmaður Hauka fékk hjartastopp í leik liðsins gegn Tindastóli í efstu deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Hann liggur á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Frumflutt

24. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir