Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. október 2023

Brýnasta verkefnið sem íslensk þjóð og stjórnvöld standa frammi fyrir er draga sem hraðast og mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast breytingum sem eru óumflýjanlegar segir í fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag. Landlæknir segir vísbendingar um farsóttir hvers konar gætu orðið tíðari með hlýnandi loftslagi.

Bandaríkjaforseti segir Ísraela ekki hafa gert áras á sjúkrahús á Gaza í gær. Ísraelsher segist hafa sannanir fyrir því herská samtök Palestínumanna hafi verið verki.

Fötluðum hælisleitenda frá Írak, systrum hans og fjölskyldu, verður vísað aftur úr landi. Þeim hefur verið synjað um aþjóðlega vernd í annað sinn. Lögfræðingur fjölskyldunnar furðar sig á þessari niðurstöðu og hefur óskað eftir aðgerðum verði frestað.

Stjórn Leiðsagnar - félags leiðsögumanna fordæmir árás konu á stúlku á göngum Hótels Arkar á föstudagskvöld. Rannsókn málsins er langt komin hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Forsvarsmönnum heilbrigðiseftirlita sveitarfélaga lýst ekki vel á tillögur um leggja niður starfsemina í núverandi mynd og færa til ríkisins.

Ferðaþjónustufyrirtækið ARctic Adventures hefur fest kaup á Kerinu í Grímsnesi. Forstjóri fyrirtækisins segir það ætla byggja upp innviði og viðhalda aðgengi náttúrunni við staðinn.

Miklu munar á því hvað það kostar skipta um dekk milli verkstæða; verðið er allt frá tæpum tíu þúsund krónum upp í ríflega 17 þúsund samkvæmt verðkönnun FÍB.

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,