Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. september 2023

Kona um fertugt situr í gæsluvarðhaldi eftir karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í fjölbýlishúsi í austurborg Reykjavíkur á laugardagskvöld.

Ein fjölmennustu réttarhöld Íslandssögunnar eru hafin. Tuttugu og fimm sakborningar og nærri þrjátíu vitni gefa skýrslu í Bankastræti Club-málinu. Réttað er í veislusal í Grafarholti.

Nýtt fangelsi verður reist þar sem Litla-Hraun stendur, eftir ítarleg skoðun á húsnæðinu leiddi í ljós dýrara yrði laga það en reisa nýtt. Kostnaður við bygginguna er talinn um sjö milljarðar króna.

Dómur yfir manni sem játaði heimilisofbeldi en sætir engri refsingu vekur spurningar um túlkun dómara á hvað teljist skaðleg refsing, segir lögmaður.

Flóttamenn streyma frá Nagorno-Karabakh til Armeníu eftir Aserar náðu völdum í héraðinu í síðustu viku.

Jarðskjálftahrina hófst í gær við Geitafell sunnan Þrengsla, um fimmtíu skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhringinn, þeir stærstu þrír komma tveir af stærð.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur haft bráðalækni í fjarvinnu frá Bandaríkjunum. Yfirlæknir segir hafa reynst erfitt manna stöður á spítalanum, en þessi nýjung hafi reynst vel.

Þingforseti Kanada hefur beðist afsökunar á hafa hyllt níutíu og átta ára gamlan úkraínskan hermann sem barðist með nasistum í seinni heimsstyrjöld. Hann hafi ekki þekkt fortíð hermannsins.

Frumflutt

25. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,