Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. febrúar 2024

Forseti Rússlands segir Vesturlönd kynda undir kjarnorkustyrjöld með hótunum í garð Rússa. Í árlegri stefnuræðu í morgun sagðist Vladimir Pútin hafa yfirhöndina í stríðinu við Úkraínu.

Ríkissáttasemjari hefur boðað samningafund í fyrramálið í kjaradeilu breiðfylkingar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Matvælastofnun hefur svarað tveggja ára gömlu bréfi frá fyrrverandi blóðbónda sem gerði athugasemd við slæma meðferð á hrossum. MAST segir erfitt hafi verið fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og þeirrar staðreyndar læknarnir heyrðu ekki undir íslensk dýralæknayfirvöld

Hátt í níu milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast fyrir undir Svartsengi. Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands helst óbreytt.

Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við boðaða sameiningu skóla í sveitarfélaginu og telja hana ekki í samræmi við lög. Sameiningin var samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudag en meirihlutinn klofnaði í atkvæðagreiðslu um málið.

Nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands vill skoða allar leiðir til fjölga konum í stjórn sambandsins.

Fjölskylduhjálp Íslands þarf hætta starfsemi í sumar ef ekki kemur til aukið fjármagn. Ýmis búnaður félagsins er gefa sig og sjálfboðaliðum fækkar.

Dagur Sigurðsson er nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Hann er fyrsti erlendi þjálfarinn í sögu liðsins.

Frumflutt

29. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,