Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 23. nóvember 2023

Grindvíkingar hafa frjálsan aðgang bænum til klukkan fjögur í dag, í fyrsta sinn síðan hann var rýmdur 10. nóvember. Viðbúnaðarstig Almannavarna var lækkað í morgun.

Krónutölusamningar til langs tíma eru vænlegasta leiðin til bæta hag vinnandi fólks og þeim ber stefna í kjarasamningum vetrarins. Þetta er einróma afstaða samninganefndar Eflingar.

Ríkisstjórnin var sökuð um aðgerðaleysi á Alþingi í morgun og bregðast ekki við vanda almennings sem glímir við þráláta verðbólgu og háa stýrivexti.

Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan í Hollandi, eftir stórsigur Frelsisflokks öfga-hægrimannsins Geert Wilders í þingkosningum í gær. Frjálslyndi þjóðarflokkurinn, sem verið hefur við völd undanfarin ár tapaði töluverðu fylgi.

Hundrað og áttatíu Venesúelabúum sem vísað var úr landi í síðustu viku hefur verið sleppt úr varðhaldi í Venesúela. Formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd segir Venesúelabúa sem bíði eftir úrlausn sinna mála hér mjög óttaslegna.

Fjögurra daga vopnahlé á Gaza tók ekki gildi í morgun eins og til stóð. Ekki liggur fyrir hvers vegna en vonast er til það hefjist í fyrramálið.

Vel heppnuðu rjúpnaveiðitímabili lauk í vikunni. Meðal veðimaður fór fjórum sinnum til rjúpna og veiddi ellefu rjúpur.

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,