Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17. apríl 2024

Formaður bankaráðs Landsbankans telur Bankasýslu ríkisins vega illa bankanum og setja fram ósannar aðdróttanir. Formaður bankaráðs segir trúnaðarbrest hafa orðið.

Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á Alþingi í kvöld. Búist er við því tillagan verði felld.

Bandaríkin og Evrópusambandið undirbúa viðskiptaþvinganir gegn Írönum vegna árásar þeirra á Ísrael um síðustu helgi. Utanríkisráðherra Bretlands vill G7 ríkin komi sér saman um viðskiptaþvinganir.

Skoða þarf tengingu Reykjanesbæjar við hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins ef ekki finnst vatn í lághitaborun á Njarðvíkurheiði. Stjórnendur eru enn vongóðir um vatn finnist

Forseti Úkraínu vill Vesturlönd útvegi auknar loftvarnir eftir 14 voru drepnir í árás Rússa á borgina Chernihiv. Rúmlega fimmtíu þúsund rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu frá því stríðið hófst.

Æ algengara er foreldrar fari með börn í margra vikna frí á skólatíma. Ef mikil fjarvera úr skóla vegna ferðalaga bitnar á náminu geta skólastjórar tilkynnt það til barnaverndaryfirvalda.

Hollenskt flutningaskip sem lenti í vandræðum norður af landinu í fyrrinótt er komið til Húsavíkur. Varðskipið Freyja dró það til hafnar í gærkvöld.

Ólympíuleikarnir verða settir í París eftir 100 daga, enn hefur aðeins einn Íslendingur tryggt sér þátttökurétt.

Frumflutt

17. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir