Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 25. janúar 2024

Verkalýðsfélögin hafa slegið af kröfum sínum og er það Samtaka atvinnulífsins bregðast við. Þetta segir formaður Eflingar. Óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður í kjaradeilu SA og verkalýðsfélaganna innan ASÍ.

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru á Alþingi í morgun sakaðir um stilla launafólki upp á móti Grindvíkingum og hleypa illu blóði í kjaraviðræðurnar.

Úkraínumenn hafa farið fram á alþjóðlega rannsókn á aðdraganda þess rússnesk herflugvél fórst í gær. Rússar saka Úkraínumenn um hafa skotið vélina niður með 65 úkraínska fanga innanborðs.

Sunnanstormur gekk yfir landið í nótt og morgun en veður er víðast hvar gengið niður. Ofanflóðahætta er enn töluverð en minnkar þegar líður á daginn og frystir.

Mótmælendur létu rok og rigningu ekki á sig og sátu úti undir berum himni á Austurvelli í miðborginni í nótt.

Ekki hefur komið til þess aldraðir einstaklingar á Landspítala hafi verið fluttir á hjúkrunarheimili á landsbyggðinni. 30 af ríflega 100 sem voru í biðstöðu á spítalanum hafa fengið pláss á höfuðborgarsvæðinu.

Umhverfisráðherra segir grafalvarlegt hve algengt er stjórnvöld gangi lengra í löggjöf en þær lágmarkskröfur sem gerðar eru í Evróputilskipunum. Formaður ungra umhverfissinna segir óþarflega dökka mynd dregna upp.

Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað fólk við djúpsteikja og borða tannstöngla.

Frumflutt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,