Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 06. október 2023

Forsætisráðherra segir ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra á sjávarútvegsdeginum í vikunni. ummælin beindust Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, alls ekki viðeigandi. Hún ræddi einslega við Áslaugu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Áslaug segist skilja gremju Svandísar en ummælin hafi verið tekin úr samhengi.

Fimm sinnum þurfti skjóta hvali tvisvar á hvalveiðitímabilnum sem er nýlokið og einu sinni gaf lína sig og hvalur sem búið var skjóta sökk, sex frávik urðu því við veiðarnar.

Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir líklegt þeir sem voru á vöggustofum í Reykjavík á seinni hluta síðustu aldar eigi rétt á bótum. Hann segir niðurstöður skýrslu um starfsemi vöggustofanna sláandi en komi ekki á óvart.

Bandaríkjaforseti segir ríkisstjórn sína ekki hafa getað stöðvað framkvæmdir við landamæravegg í Texas. Báðir flokkar þingsins gagnrýna forsetann.

Deilur um móttöku flóttafólks setja mark sitt á leiðtogafund Evrópusambandsins á Spáni. Leiðtogar Póllands og Ungverjalands á fundinum eru æfareiðir vegna nýlegs samkomulags sem skyldar aðildarríki taka á móti flóttafólki, eða leggja til fjármuni til aðstoðar.

Forseti læknadeildar Háskóla Íslands og hundurinn Frosti ganga í allan dag til styrktar Grensásdeild Landspítala vegna landssöfnunar í sjónvarpinu í kvöld. Stækkun Grensás markar tímamót.

Frumflutt

6. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,