Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 20. janúar 2024

Karlmaður á þrítugsaldri er í lífshættu eftir hnífsstunguárás í miðborg Reykjavíkur í nótt. Árásin var tilefnislaus.

Verktakar vinna því leggja nýjan rafmagnsstreng inn í Grindavík. sem fyrir var skemmdist þegar hann fór undir hraun.

Erfitt er segja til um hvenær verður öruggt búa aftur í Grindavík segir náttúruvársérfræðingur. Hætta er á frekari eldgosum á meðan kvikusöfnun heldur áfram í Svartsengi.

Borgarstjóri segist hafa samúð með Palestínumönnum sem hafa reist tjaldbúðir á Austurvelli, en telur þörf á endurskoða reglur um leyfisveitingar. Utanríkisráðherra segir búðirnar hörmung.

Stríð Ísraels og Hamas heldur áfram kynda undir frekari átökum í Mið-Austurlöndum. Tveir háttsettir ráðgjafar íranska hersins voru drepnir auk tveggja annarra úr hernum, í árás Ísraela á sýrlensku höfuðborgina Damaskus í morgun.

Samtök ferðaþjónustunnar efast um náist móta reglur um aðgangsstýringu á vinsæla ferðamannastaði fyrir sumarið. Umhverfisstofnun segir nauðsynlegt hafa álagsstýringu í Landmannalaugum í sumar.

Kjaraviðræður halda áfram í dag. Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga innan ASÍ funda hjá ríkissáttasemjara.

Íslenska karlalandsliðið í mætir Frakklandi á EM í handbolta í dag. Sigur yrði stórt skref í átt sæti á Ólympíuleikunum.

Frumflutt

20. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir