Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 29. júní 2024

Kjörsókn gæti orðið hátt í sjötíu prósent í fyrri umferð frönsku þingkosninganna á morgun. Kannanir benda til þess Þjóðfylking Marine Le Pen fái langmest fylgi, en áköll um samstöðu gegn flokknum eru orðin hávær.

Hægt hefur á sölu eigna á fasteignamarkaði og markaðurinn er jafnvægi aftur eftir innkomu Grindvíkinga. Dæmi er um fólk selji fasteignir sínar vegna þess greiðslubyrði hækkaði mikið.

Erfitt yrði fyrir demókrataflokkinn finna nýjan forsetaframbjóðenda í stað Joes Biden, nema forsetinn stígi sjálfur til hliðar, mati prófessors í stjórnmálafræði. Frammistaða hans í síðustu forsetakappræðum hefur dregið dilk á eftir sér.

Kröfum landeigenda í Strandabyggð var hafnað í Landsrétti en í þeim fólust vatnsréttindi og um leið áhrif á byggingu Hvalárvirkjunar.

Umbótasinni og íhaldsmaður berjast um forsetaembættið í Íran um næstu helgi. Þetta kom í ljós eftir fyrri umferð forsetakosninganna í gær.

Öldungaráð Reykjavíkurborgar vill skoðað verði hvort taka eigi upp frístundakort fyrir eldri borgara vegna breytinga á gjaldskrá sundlauga borgarinnar.

Rabarbara verður gert hátt undir höfði í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabarbarahátíð fer í fyrsta sinn fram.

Frumflutt

29. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir