Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. nóvember 2023

Gríðarmikil skjálftavirkni er enn við Grindavík. Veðurstofan telur verulegar líkur á eldgosi á næstunni. Ellefu skjálftar yfir þremur stærð hafa mælst frá því klukkan sex í morgun. Merki eru um kvikugangurinn hafi lengst enn frekar. Kvika liggur undir Grindavíkurbæ, frá Sundhnúkum og þaðan í suðvestur undir sjó. Kvikugangurinn er um tólf kílómetra langur. Brjóti kvikan sér leið í gegnum grunnsævi úti fyrir Grindavík verður öskugos, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.

Grindavíkurbær var rýmdur í gærkvöldi. Öllum íbúum, og viðbragðsaðilum, var gert yfirgefa bæinn. Rýmingin gekk vel. Hundrað gistu fjöldahjálparstöðvar í nótt. Flestir fengu inni hjá vinum og ættingjum.

Víðir Reynisson sviðstjóri almannavarna segir íbúum búa sig undir ástandið muni vara í talsverðan tíma.

Eldur kviknaði í framhaldi af snörpum jarðskjálftum í húsnæði HS Orku í Svartsengi í gærkvöldi. Rafmagni sló út í Grindavík í morgun.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, segist þakklátur fyrir skjót viðbrögð vegna hamfaranna suður með sjó og ekki hafi orðið manntjón. verði Íslendingar standa saman og sýna hvað í þeim býr.

Þrjátíu og níu börn á Shifa-sjúkrahúsinu á Gaza eru í lífshættu eftir rafmagn fór alveg af. Þetta fullyrða heilbrigðisyfirvöld á Gaza.

Frumflutt

11. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,