Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. ágúst 2023

Tímabundið bann við hvalveiðum verður ekki framlengt. Matvælaráðherra greindi frá þessu rétt fyrir hádegi. Bannið rennur út á miðnætti. Hertar reglur um veiðiaðferðir, þjálfun og eftirlit verða birtar í dag. Ráðherra segist ekki vera láta undan þrýstingi samstarfsflokka í ríkisstjórn.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar ákvörðuninni og vonar veiðar geti hafist strax á morgun. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir daginn sorgardag.

Sjötíu og þrír, hið minnsta, fórust í eldsvoða í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í nótt. Eldur kviknaði í byggingu í eigu borgarinnar sem sagt er glæpasamtök hafi yfirtekið og leigt til fátæks fólks.

Heyrnarskertir eru útundan í heilbrigðiskerfinu og fötlun þeirra ekki talin nógu merkileg til neinn eigi sinna henni, segir forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar. Starfsemi stöðvarinnar sjálfhætt, verði ekki bætt úr vanda hennar.

Fólk á Suðvesturlandi er hvatt til aðgæslu við sjávarsíðuna og huga lausamunum þegar vonskuveður gengur yfir annað kvöld og fram eftir nóttu.

Hátt í tuttugu flugmönnum Play hefur verið boðið starf hjá Icelandair í haust. Forstjóri Play segir reynt verði halda í starfsfólkið. Enginn hafi enn tilkynnt uppsögn.

Forsætisráðherra Bretlands hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni. Hann skipaði nýjan varnarmálaráðherra í morgun í stað Ben Wallace sem sagði af sér.

Frumflutt

31. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,