Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. mars 2024

Formaður Vinstri grænna segir það ábyrgðarleysi íhuga ekki sína stöðu í ljósi slæmrar útkomu í skoðanakönnun Gallups. Það eigi við um formanninn og annað forystufólk í hreyfingunni.

Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli, sem VR hefur til skoðunar, hefðu neikvæð áhrif á markmið verkalýðshreyfingarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samninganefndir stóru verkalýðsfélaganna innan ASÍ og SA settust aftur samningaborðinu í morgun.

Tæpar tíu milljónir rúmmetra af kviku hafa safnast í kvikuhólf undir Svartsengi. Starfsemi í orkuverinu þar hefur verið órofin frá því eldsumbrot hófust.

Afríkusambandið krefst alþjóðlegrar rannsóknar á árás á Gaza á fimmtudag þegar skotið var á fólk við bílalest með neyðargögnum. Sameinuðu þjóðirnar segja skotsár á mörgum þeirra sem leitað hafa læknisaðstoðar eftir árásina.

Stjórnvöld í Danmörku eru gagnrýnd fyrir reyna indverska hjúkrunarfræðinga til starfa. Varaformaður Félags hjúkrunarfræðinga í Danmörku segir nær bæta starfsumhverfið og til baka alla þá sem hafi menntað sig í faginu en farið til annarra starfa.

Hestar og heimasmíðaðir sleðar þeysast um á ísilögðu Mývatni í dag. Vetrarhátíð hefst í Mývatnssveit í dag og stendur í tíu daga.

Frumflutt

2. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir