Hádegisfréttir

? Hádegisfréttir 20. apríl 2023

Urðunarstaður hefur fundist fyrir um sjö hundruð fjár sem aflífuð voru í Miðfirði í vikunni vegna riðusmits. Yfirdýralæknir segir urðun hafna en vill ekki gefa upp staðsetningu til tryggja vinnufrið.

Uppljóstranir um njósnir rússneskra skipa á norrænu hafsvæði eru ógnvænlegar, segir utanríkisráðherra, þótt þær komi á óvart. Hún telur sömu hættu steðja Íslandi og öðrum ríkjum á Norðurlöndum.

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATÓ kom í óvænta heimsókn til Kænugarðs í Úkraínu í morgun. Hann segir Úkraína eigi heima í bandalaginu.

Gífurlegt bakslag hefur orðið í bólusetningu barna samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. Hátt sjötíu milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum.

Fulltrúar frá hollensku björgunarfyrirtæki eru komnir til landsins til útbúa björgunaráætlun fyrir flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa í fyrradag.

Sumarið heilsar landsmönnum með hlýindum og spáð mildu veðri á öllu landinu í dag. Næturfrost mældist á fjórum stöðum á landinu í nótt.

Deildarmeistarar Vals í handbolta karla eru úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valur tapaði báðum leikjunum gegn Haukum í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Frumflutt

15. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir