Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. desember 2025

Forseti Úkraínu hefur kynnt drög friðaráætlun. Þær fela í sér Rússar dragi herlið sitt út úr fjórum úkraínskum héruðum og aðrar víglínur verði frystar.

Donald Trump flaug oftar með einkaþotu Jeffreys Epsteins en áður var talið. Í nýjustu Epstein-skjölunum, sem birt voru í gær er ekkert sem bendir til glæpsamlegs athæfis Trumps.

Öllum flugferðum til og frá Reykjavík hefur verið aflýst nema til Egilsstaða. Viðvörun er í gildi víða um land í dag - aðfangadag og vegfarendur beðnir fara varlega.

Helgihald verður samkvæmt venju á Hólum í Hjaltadal segir vígslubiskupinn þótt veðrið slæmt. Hvasst í Skagafirði en vegir auðir og tíu stiga hiti.

70-80 manns halda jól hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík, álíka margir og verið hefur. Í ár eru þeir sem eru einmanna boðnir velkomnir, - ekki síður en þeir efnaminni.

Grindvíkingar halda margir jólin hátíðleg í bænum, sumir í fyrsta sinn frá því jarðhræringar hófust. Dvalið er í um 110 húsum.

Fjöldi fólks leggur leið sína í kirkjugarða í dag til vitja leiða látinna ástvina. Fossvogskirkjugarður í Reykjavík er lokaður allri bílaumferð til klukkan tvö vegna gangandi vegfarenda.

Frumflutt

24. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,