Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 04. desember 2023

Fangelsið á Litla Hrauni er svo illa farið dregið er í efa hægt nota það við óbreyttar aðstæður. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar.

Þá eru dómar farnir fyrnast því Fangelsismálastofnun hefur ekki efni á kalla fanga til afplánunar.

Ísrael hefur aukið hernað sinn um alla Gazaströnd og fyrirskipað rýmingu í um 20 héruðum. Þungamiðja árásanna er í suðurhluta Gaza, þangað sem margir flúðu í byrjun stríðsins.

Vísa á tveimur palestínskum drengjum til Grikklands í fylgd með frænda sínum þar sem Útlendingastofnun hefur ákveðið þeir fái ekki vernd hér á landi. Fósturmóðir annars segir þá ekki eiga neitt bakland í Grikklandi enda eru foreldrar og systkini þeirra beggja í Palestínu.

Ellefu fjallgöngumenn létust og tólf er enn saknað á eyjunni Súmötru þar sem eldgos hófst um helgina. Nokkrir hinna látnu stóðu því sem næst á gígbarmi fjallsins þegar gosið hófst.

IKEA hefur beðið móðir afsökunar eftir dóttir hennar fannst nakin og grátandi inn á klósetti í barnagæslu verslunarinnar. Verslunarstjórinn segir leiðinlegt barni hafi liðið illa í gæslunni.

Um hundrað manns hafa boðið fram íbúðir fyrir Grindvíkinga og vonast er eftir fleirum. Um fimmtíu umsóknir hafa borist til Vinnumálastofnunar um styrk eða launagreiðslur vegna Grindvíkinga sem hafa misst tekjur.

Vegagerðin telur göng í gegnum Reynisfjall ekki vera fýsilegan kost við færslu hringvegarins um Mýrdal. Fremur er lagt til vegurinn liggi norðan fjallsins og norðan Víkur.

Það ræðst í dag hvort íslenska kvennalandsliðið í handbolta komist í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins. Ísland þarf á sigri gegn Angóla halda.

Frumflutt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir