Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. september 2023

Sjö voru fluttir með flugi á Landspítalann eftir alvarlegt rútuslys sunnan við Blönduós snemma í morgun. Í rútunni voru starfsmenn Akureyrarbæjar á leið norður eftir utanlandsferð.

Þrjár langreyðar hafa verið dregnar á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði í nótt og morgun. Konurnar sem mótmæltu í hvalbátunum hafa verið á staðnum en ekki haft sig mikið í frammi.

Fjármálaráðherra segir ótrúlegt klúður hafa orðið í málaflokki fatlaðra hjá sveitarfélögum. Ársfjórðungsuppgjör voru birt í gær sem sýndu fram á allt fimm milljarða halla vegna málaflokksins.

Fulltrúar minnihlutans í borgarráði lýsa yfir áhyggjum af fjárhag Reykjavíkurborgar og segja niðurstöðu árshlutareiknings sláandi. Rekstrarniðurstaða árshlutareiknings borgarninnar var 12,8 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Fulltrúi Vinstri Grænna telur verkefnið vera meirihlutanum ofvaxið.

Mesta úrkoman í 140 ár mældist í Hong Kong í morgun. Yfir hundrað manns hafa verið flutt á sjúkrahús í kjölfar flóða af völdum rigningarinnar.

Ríkisendurskoðun segir ófremdarástand í skilum ársreikninga frá sjóðum og stofnunum. Þetta er litið mjög alvarlegum augum ekki síst í ljósi þess í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra um pengingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er sérstaklega fjallað um slíka sjóði og léleg skil.

Stofnandi einnar stærstu rafmyntakauphallar Tyrklands og tvö systkin hans hafa verið dæmd í rúmlega ellefu þúsund ára fangelsi, hvert. Síðan dauðarefsing var afnumin í Tyrklandi hafa fangelsisdómar í landinu þyngst verulega.

Karlalandslið Íslands í fótbolta spilar sinn fimmta leik í undankeppninni fyrri EM 2024 í kvöld. Ísland mætir Lúxemborg ytra.

Frumflutt

8. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,