Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 05. nóvember 2023

Snörp skjálftavirkni hófst um fimmleytið í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga og mældist stærsti skjálftinn 4,2. Jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni segir engin merki um kvika á leiðinni upp. Áfram megi búast við snörpum skjálftum.

Forseti Palestínumanna krefst þess Ísraelar hætti strax árásum á Gaza sem hafa staðið í þrjátíu daga. Talið er minnst fjörtíu hafi látið lífið þegar sprengja hafnaði nærri flóttamannabúðum í Gazaborg í morgun.

Flugvöllurinn í Hamborg í Þýskalandi hefur verið lokaður síðan í gærkvöld eftir vopnaður maður ók bíl inn á flugvallarsvæðið. Talið er hann með fjögurra ára gamla dóttur sína í bílnum.

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves lauk í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir hana hafa heppnast mjög vel, á milli sex og átta þúsund gestir sóttu hátíðina og erlendir fjölmiðlar hafi fjölmennt. Undirbúningur fyrir næstu hátíð þegar hafinn.

Staðfest er 157 létust í jarðskjálftanum í Nepal á laugardag. Hópur Íslendinga í reiðhjólaferð fann vel fyrir jarðskjálftanum.

Vegagerðinni hafa borist um tuttugu tjónatilkynningar vegna brotinna bílrúða á nýjum vegkafla á Þverárfjallsvegi. Vegurinn var opnaður í September.

aðferð gæti auðveldað heitavatnsleit og aukið líkur á borun hitti á vatnsæðar djúpt í jörðu. Jarðeðlisfræðingur segir enn eigi eftir leita til þrautar heitu vatni fyrir nokkra þéttbýlisstaði á landinu.

Frumflutt

5. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,