Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. júní 2024

Íslendingar kjósa nýjan forseta í dag, þann sjöunda á lýðveldistímanum. Tólf eru í framboði. Kjörstaðir voru opnaðir víða klukkan níu og þar sem lengst er opið er hægt kjósa til klukkan tíu í kvöld.

Kjósandi sem gerir mistök í kjörklefanum, getur óskað eftir nýjum kjörseðli.

Forsætisráðherra Ísraels krefst þess áfram Hamas-samtökin verði upprætt, eigi nást friður á Gaza. Bandaríkjaforseti kynnti í gær tillögur Ísraelsmanna sem nýjan vegvísi friði.

Gosið við Sundhnúksgíga er stöðugt. Búist er við Grindvíkingar komi í bæinn í dag til flytja búslóðir sínar burt.

Afríska þjóðarráðið missti þingmeirihluta sinn í kosningunum í Suður-Afríku í gær. Þetta er versta útkoma flokksins í þingkosningum yfir þrjátíu ár.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur tekið sér óvenju mörg mál sem snerta bandarískt samfélag á starfstímabili sínu sem er senn á enda. Dómstóllinn virðist stefna á fleiri umdeilda dóma sem geti skaðað stofnuna til lengri tíma, segir lektor í lögfræði.

Frumflutt

1. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,