Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 26. janúar 2024

Uppsaga á bráðabirgðaúrskurði í máli Suður-Afríku gegn Ísrael fyrir stríðsglæpi á Gaza hófst í hádeginu og búist er við niðurstöðu á næstu mínútum.

Blindbylur skall á á Suðvesturhorninu í morgun með miklum áhrifum á umferð. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir í sex landshlutum í dag.

Almannavarnir leggja lokahönd á skipulag fyrir íbúa hluta Grindvíkur til vitja íbúða sinna. Hvenær hægt verður fara er háð veðri.

Fyrirtæki sem eru í viðræðum við Reykjanesbæ um flytja starfsemi þangað eru með bakþanka vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri segir umræðuna byggja á miklum misskilningi.

Þriðjungi fleiri beiðnir um leit týndum börnum og ungmennum hafa borist í byrjun árs en á sama tíma í fyrra. Lögreglumaður sem sinnir slíkri leit segir síðasta ár hafa verið það erilsamasta á þeim tíu árum sem hann hafi starfað hjá lögreglunni.

Arnar Þór Jónsson lögmaður mældist með eins prósents stuðning þegar spurt var hver fólk vildi yrði næsti forseti. Aðrir yfirlýstir frambjóðendur nutu minni stuðnings.

Fleiri gestir en nokkurn tíma áður verða á Þorrablóti Egilsstaða sem fram fer í kvöld. Langur biðlisti var á blótið þangað til skemmtanaleyfi fékkst rýmkað á síðustu stundu.

Þjóðverjinn Jürgen Klopp kom öllum í opna skjöldu í morgun þegar hann tilkynnti hann hætti sem þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool eftir leiktíðina.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,