Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 02. janúar 2024

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir mikilvægt geta litið glaður um öxl. Hann hafi ekki viljað eiga á hættu sitja of lengi á röngum forsendum og hafi hugsanlega sett fordæmi með því sitja ekki lengur en tvö kjörtímabil.

Fimm úr áhöfn flugvélar japönsku landhelgisgæslunnar létust þegar hún skall saman við farþegavél á Haneda-flugvelli í Tókýó í dag. Ótrúlegt þykir allir í farþegavélinni hafi bjargast, en hún varð alelda á innan við klukkustund.

Hægst hefur á landrisi við Svartsengi. Sama gerðist dagana á undan gosinu í desember. Vísindamaður á Veðurstofunni segir það geta þýtt styttist í næsta gos

48 hafa fundist látnir í rústum húsa á vesturströnd Japans, þar sem stór jarðskjálfti reið yfir í gær. Björgunarstarf er afar krefjandi.

Ekki er útlit fyrir hægt verði aflétta rýmingu í Seyðisfirði í dag. Snjóflóð hafa fallið í Eskifirði, Norðfirði og í Oddsskarði, en hvergi nálægt byggð.

Reykjavíkurborg er tilbúin halda aftur gjaldskrárhækkunum, sögn verðandi borgarstjóra. Samtök atvinnulífsins og stéttarfélög hafa krafist þess sveitarfélög styðji markmið kjarasamninga.

Ekki hefur náðst niðurstaða í hver ber ábyrgð á kostnaði við viðgerð vatnsleiðslu til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir HS Veitur bera ábyrgð á öllu viðhaldi vatnslagnarinnar.

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,