Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. ágúst 2024

Kollagenvinnsla í Grindavík hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu. Framkvæmdastjórinn segir óvissu koma í veg fyrir flutninga vinnslunnar í nýtt húsnæði.

Úkraínuher hefur eyðilagt tvær brýr á nokkrum dögum í Kursk-héraði í Rússlandi til hefta birgðaflutninga Rússa. Þeir svöruðu áhlaupi Úkraínuhers með árásum á höfuðborgina Kyiv í morgun.

Óljóst er hvers vegna viðræður um endurreisn Skagans 3X á Akranesi runnu út í sandinn, segir fyrrverandi verkstjóri hjá fyrirtækinu. Bæjarbúar vilji skýr svör um hvað stóð í veginum fyrir því fyrirtækið héldi áfram starfsemi.

Töluverð snjókoma er til fjalla víða á Norðurlandi. Afar óvenjulegt er svo mikið snjói í fjöll á þessum árstíma. Bóndi í Skagafirði hefur áhyggjur af heyskap og man varla verra sumar.

Flokksráðsfundur Vinstri Grænna fordæmir ákvörðun Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra um frysta fjárframlög til Flóttamannaaðstoðarinnar í Palestínu. Með henni hafi ráðherrann stutt atlögu Ísraelsríkis mannúðaraðstoð á Gaza.

Donald Trump heitir því lækka verðlag verði hann næsti forseti Bandaríkjanna. Á kosningafundi í gær hæddist hann útliti og hlátri Kamölu Harris.

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla bjóða þeim höfuðborgarbúum sem ekkert heitt vatn næstu daga frítt í sund. Það er undirlagi bæjarbúa sem vilja launa greiða frá því í vetur.

Frumflutt

18. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir