Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 3. mars 2024

Búist er við öðru kvikuinnskoti nærri Grindavík á næstu dögum en kvikusöfnun er enn mikil undir Svartsengi. Samkvæmt nýju hættumati er töluverð hætta á eldgosi við Grindavík.

Kjarasamningar ættu vera í höfn fljótlega miðað við samningsviljann í Karphúsinu, segir formaður Starfsgreinasambandins. Það hefur tekist ljúka mörgum málum um helgina. Fundur hófst nýju í morgun.

Fimmtán börn, hið minnsta, hafa dáið úr hungri á Gaza síðustu daga, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar. Viðræður um sex vikna vopnahlé halda áfram í Kaíró í dag.

Þýskur fjölmiðill greinir frá því hleraðar samræður innan þýska flughersins hafi verið í gegnum fjarfundarbúnað, sem ekki hafi verið háleynilegur. Þýskalandskanslari hefur heitið ítarlegri rannsókn á málinu.

Hera Björk Þórhallsdóttir keppir fyrir Ísland hönd í Eurovision eftir sigur í Söngvakeppninni í gær. Nokkur óánægja var með kerfin sem voru nýtt til greiða keppendum atkvæði. Forstöðumaður hjá Vodafone segir öll þeirra kerfi hafi virkað eins og til var ætlast.

Frumflutt

3. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,