Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. júní 2024

Tvær hraunspýjur renna yfir varnargarð norðan við Svartsengi. Verið er reisa nýjan garð til verja orkuverið. Verulega hefur dregið úr gosóróa síðasta sólarhring. Lítil yfirborðsvirkni er í gígnum.

Aðildarviðræður Evrópusambandsins við Úkraínu og Moldóvu hefjast eftir helgi. Rúm tvö ár eru síðan ríkin sóttu um aðild í kjölfar allsherjarinnrásar Rússa í Úkraínu.

Ekki er vitað hvers vegna kviknaði í endurvinnslufyrirtækinu Pure North í gærkvöldi. Einn var fluttur þungt haldinn á Landspítala með reykeitrun.

Samkomulag um þinglok náðist í nótt. Frumvarp um sölu á Íslandsbanka og lögreglulög verða afgreidd en stór mál sitja á hakanum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna segja mannúðarhlé Ísraelshers á Gaza hafi engin áhrif haft á flutning hjálpargagna til bágstaddra.

Löng bið er eftir plássi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Yfir tuttugu hjúkrunarrýmum var lokað vegna myglu og óbreyttu þarf loka tíu í viðbót.

Viðskiptaráð Íslands telur tillaga Félags lýðheilsufræðinga, um takmarkanir áfengissölu á frjálsum markaði, standist ekki skoðun. Áfengisdrykkja unglinga hafi minnkað þótt framboð hafi aukist.

Þrír Íslendingar kepptu í morgun í undanrásum á EM í sundi. Snorri Dagur Einarsson er annar varamaður inn í undanúrslit í 50 metra bringusundi í kvöld.

Frumflutt

21. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,