Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. september 2023

Fjármálaráðherra segir efnahagsbatann skila sér sterkt í ríkissjóð, hann boðar aðhaldsaðgerðir og fækkun ríkisstarfsmanna um nokkur hundruð. Rekstur ríkissjóðs verður réttu megin við núllið en skuldir valda tuga milljarða halla. Gjaldtaka af rafmagnsbílum, gistináttagjald og auknar tekjur af fiskeldi og sjávarútvegi eru nýmæli í fjárlögum næsta árs. Forseti Íslands setur Alþingi klukkan tvö.

Vel á þriðja þúsund hafa fundist látin eftir ógnarmikil flóð í Líbíu. Stífla nærri borginni Derna brast og flóðið sópaði stórum hluta borgarinnar á haf út. Hátt í tíu þúsunda er saknað.

Þrjátíu af þrjátíu þremur starfsmönnum bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á Seyðifirði missa vinnuna þegar vinnslunni verður lokað í nóvember. Fyrirtækið segir rekstrarumhverfið hafa breyst hratt.

Fjöldi fólks sefur enn utandyra í Marokkó eftir jarðskjálftann þar. Hátt í 2.900 hafa fundist látnir og lítil von er um fleiri finnist á lífi í húsarústunum.

Prófessor í Háskóla Íslands segir réttur barna til kynfræðslu megi ekki gleymast. Ekkert bendi til þess fræðslan börnum skaðleg.

Rússlandsforseti fór mikinn á efnahagsráðstefnu Austur-Asíuríkja í morgun. Hann sagði bandaríska stjórnkerfið rotið og málaferlin gegn Donald Trump pólitískar ofsóknir. Enginn leiðtogi Asíuríkja mætti á ráðstefnuna.

Sigur íslenska karlalandsliðsins á Bosníu á Laugardalsvelli í gærkvöld er vonandi fyrsta skrefið í þá átt allt smelli saman hjá liðinu á ný. Þetta segir Alfreð Finnbogason markaskorari Íslands.

Frumflutt

12. sept. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir