Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 10. október 2024

Minnst fjórir létust þegar fellibylurinn Milton gekk yfir Flórída í gærkvöld og nótt, óttast er fleiri hafi farist. Þrjár milljónir eru án rafmagns og sums staðar flæddi vatn í tveggja metra hæð.

Forsætisráðherra segir það í allan stað óeðlilegt félagsmálaráðherra hafi haft beint samband við ríkislögreglustjóra vegna brottflutnings fatlaðs drengs. Dómsmálaráðherra geti einn átt samskipti við sinn undirmann.

Atkvæðagreiðslu um kennaraverkfall í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla lauk í hádeginu.

Skipulagsmál hafa tafið það öryggi við Stuðlagil þar sem banaslys varð í gær, bætt varanlega. Landeigandi hefur ekki geta nýtt styrkfé frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða þar sem efnisnámu vantaði inn á skipulagið.

Nýjar reglur sem skylda Grímseyinga til vinna allan afla á staðnum eru rothögg fyrir eyjuna sögn útgerðarmanns; Byggðastofnun eigi styðja og styrkja en ekki ýta undir taprekstur.

Forsætisráðherra Ungverjalands fékk óblíðar móttökur í Evrópuþinginu í Strassborg í gær, þar sem hann kynnti stefnu Ungverja, sem gegna formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins.

Suður-kóreski rithöfundurinn Han Kang fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hún er fyrsti höfundurinn frá Suður-Kóreu sem hlýtur verðlaunin.

Frumflutt

10. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir