Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 31. október 2023

Ísraelsmenn segjast hafa hæft um þrjú hundruð skotmörk á Gaza og hafna kröfum um vopnahlé. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök vara við frekari hörmungum á svæðinu.

Forsætisráðherra Noregs segir aldrei hafi komið til greina sitja hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna um ástandið á Gaza, líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar gerðu. Alltaf þurfi fordæma hryðjuverk með skýrum hætti. Þing Norðurlandaráðs hefst í dag.

Formaður Framsóknarflokksins vissi ekki af atkvæðagreiðslunni en hann telur engan meiningarmun á afstöðu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þau fordæmi allt ofbeldi, hvar sem er í heiminum.

Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær.

Það er fjármálaráðherra umhugsunarefni hversu þungt húsnæðisliðurinn vegur í verðbólgumælinum og hefur Hagstofan það til skoðunar minnka vægi hans.

Byrjað er kortleggja viðbrögð ef eldgos stefnir innviðum á Reykjanesskaga í hættu. Innviðaráðherra segir miklu máli skipta raforkuflutningskerfið öflugt og sérstaklega Suðurnesjalína.

830 eftirlitsmyndavélar eru á 82 stöðum í Reykjavík. Persónuverndarfulltrúi hjá borginni segir heildarstefnu skorti.

Hundrað farþegar komu með fyrsta áætlunarflugi EasyJet frá London til Akureyrar í dag. Tekið var á móti þessum fyrstu farþegum við hátíðlega athöfn á Akureyrarflugvelli.

Í dag er hrekkjavaka og margir gera sér dagamun, skreyta hús og klæðast búningum. Hátíðin skipar sífellt stærri sess.

Frumflutt

31. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,