Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. október 2023

Ísraelsher bíður eftir skipun stjórnvalda um innrás á Gaza og er tilbúinn með skriðdreka og herlið.

Tilkoma nýs fjármálaráðherra hefur lítil sem engin áhrif á gang komandi kjaraviðræðna, segir forsvarsfólk ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.

Pólverjar ganga kjörborðinu í dag. Allt bendir til þess enginn flokkur fái hreinan meirihluta og stjórnarmyndun gæti orðið strembin.

Gyðingar á Íslandi upplifa hatursorðræðu og ógnir af hálfu Íslendinga og vegra sér við taka þátt í almennri umræðu af ótta um eigið öryggi.

Staðfest er 161 lax sem fundist hefur í laxveiðiám síðan í ágúst er strokulax úr götóttri kví í Patreksfirði. Erfðagreining sýnir einungis þrjá eldislaxa var ekki hægt rekja þangað.

Stjórnarfulltrúi í byggðarþróunarverkefninu Sterkar Strandir segir óeiningu innan stjórnsýslu Strandabyggðar standa byggðarþróun fyrir þrifum. Hún segir byggðina brotna og eitthvað þurfi gera til uppræta það samfélagsmein sem þar grasserar.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Færeyjum í undankeppni EM 2024 í dag. Liðið getur komið sér í góða stöðu með sigri eftir hafa unnið Lúxemborg í vikunni.

Frumflutt

15. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir