Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 15. september 2024

Manntjón hefur orðið um helgina í miklum flóðum í Rúmeníu, Póllandi, Tékklandi og Austurríki. Mikið tjón hefur orðið víða þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína.

Vegabætur í Skagabyggð, sem ákveðnar voru þegar sveitarfélagið sameinaðist Húnabyggð fyrr á árinu, urðu til þess hætt var við endurbætur á vegkafla í Húnabyggð. Þetta segir oddviti Húnabyggðar þvert á gefin loforð.

Átta létu lífið á Ermasundi við strendur Frakklands í nótt. Alls hafa 46 látið lífið það sem af er ári á sundinu milli Frakklands og Bretlands.

Ísland fær góða einkunn í nýlegri úttekt á netöryggismálum. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar segir niðurstöðuna ánægjulega. Hér á landi hafi orðið mikil vitundarvakning í málaflokknum.

Þrjátíu milljónum verður varið í undirbúa gerð jarðganga í Fjallabyggð sem myndi leysa af hólmi veg um Almenninga. Vegurinn hefur farið illa í veðrum og jarðhreyfingum undanfarin ár og er talinn hættulegur vegfarendum.

Landsmenn eru mun hrifnari af Kamölu Harris en Donald Trump samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Kjósendur Miðflokksins eru hrifnastir af Trump en mikill meirihluti þeirra sem kjósa aðra flokka vilja heldur Harris.

Frumflutt

15. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir