Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. ágúst 2024

Halla Tómasdóttir verður sett í embætti forseta Íslands í dag. Hún er sjöundi forseti lýðveldisins.

Ferðamálaráðherra segir umræðu um samdrátt í straumi ferðamanna til landsins ekki koma á óvart. Heildstæða neytendamarkaðssetningu þurfi allan ársins hring.

Herforingi og einn stofnenda hernaðararms Hamas er sagður hafa verið felldur í árás Ísraelshers um miðjan síðasta mánuð.

Það verður rigning í öllum landshlutum um verslunarmannahelgina en mildast fyrir vestan. Mjög hvasst verður í Eyjum á laugardag.

Þriðjungur Grindvíkinga hefur flutt lögheimili sitt úr bænum frá því jarðhræringar hófust í nóvember. Fáir kjósa dvelja í bænum sögn lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Donald Trump fullyrti í gær Kamala Harris hafi ekki sagst vera svört fyrr en fyrir nokkrum árum. Fram því hafi hann aðeins vitað hún væri af indverskum uppruna.

Þýðandi í samskiptateymi Landsbankans segir það sjálfsagt mál birta skýrslur og fjárhagsupplýsingar frá bankanum á mörgum tungumálum. Íslenskan þó alltaf í öndvegi.

Þriðjungi færri bílar voru nýskráðir í júlí í ár en í fyrra. Hlutfall rafbíla hefur aukist á eftir dýfu fyrr á árinu.

Frumflutt

1. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir