Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 13. desember 2023

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu kom til Oslóar í morgun til fundar við forsætisráðherra Norðurlanda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir fundinn fyrir íslands hönd og ræddi einslega við Zelensky í morgun.

Sögulegt samkomulag náðist í morgun á framlengdri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28. Helsta niðurstaðan er heimsbyggðin ?færi sig frá? notkun olíu og gass. Umhverfisráðherra telur ekki þörf á því uppfæra markmið stjórnvalda vegna samkomulagsins.

Allt lítur út fyrir flugumferðastjórar leggi niður störf klukkan fjögur í fyrramálið með tilheyrandi röskun á flugi. Formaður félags íslenskra flugumferðastjóra hafnar því þeir geri kröfu um 25 prósenta launahækkun.

Lántakar hjá Gildi lífeyrisjóði ekki niðurgreidda vexti og verðbætur á húsnæðislánum sínum líkt og hjá stóru viðskiptabönkunum. Þetta er niðurstaða stjórnar Gildis sem er byggð á lögfræðiáliti um slíkt væri ólöglegt.

Lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem staðið hefur í forræðisdeilu við barnsföður sinn í Noregi, segist hafa fengið lögregluskýrslur og gögn í hendurnar *eftir að* Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir henni í byrjun desember.

Það verður asahláka á landinu í dag og mikil rigning á landinu vestan- og sunnanverðu sem gæti náð til Austfjarða. Gul viðvörun tekur gildi í nótt þegar hvessir og erfitt gæti verið komast milli staða.

Frumflutt

13. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,