Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. apríl 2024

ríkisstjórn hefur ekki enn verið mynduð; forystumenn stjórnarflokkanna funda stíft og ekki liggur fyrir hver sest í stól forsætisráðherra. Þingflokkar koma saman klukkan eitt og þingfundur er síðar í dag.

Tvennum sögum fer af gangi viðræðna um vopnahlé á Gaza. Algjör eyðilegging blasir við íbúum borgarinnar Khan Younis eftir Ísraelsher dró herlið sitt frá borginni.

Enn er í gildi hættustig og rýming á Seyðsifirði en snjóflóðahætta í byggð er liðin hjá í bili í Neskaupstað. Staðan á Seyðisfirði verður endurmetin síðar í dag.

Spáð er gasmengun í Grindavík í dag. Megnið af kvikunni sem flæddi úr gígnum þegar hann brast í gær, safnaðist upp þar í kring

Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn Póllands fagna góðu gengi í sveitarstjórnarkosningum um helgina en Lög og réttlæti sem er í stjórnarandstöðu var flokkur sem hlaut flest atkvæði, 33,7 prósent, samkvæmt útgönguspám.

Formaður Verk­fræðinga­fé­lags Íslands gagnrýnir eftirlitsleysi með byggingarefnum sem notuð eru hér á landi, eftir Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var lögð niður. Heilsufarshættuna þurfi einnig rannsaka.

Stjórnvöld í Svíþjóð hafa vísað kínverskri blaðakonu úr landi og á hún ekki afturkvæmt þangað. Ástæðan er sögð hún þyki alvarleg ógn við sænska ríkið.

Upp úr klukkan hálf átta í kvöld verður deildarmyrkvi í hámarki frá Íslandi séð. Almyrkvi verður sjáanlegur frá Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Víða í Bandaríkjunum eru borgir pakkfullar af ferðamönnum.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,