Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 14. október 2023

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skipta um ráðherrastóla á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Bjarni verður utanríkisráðherra og Þórdís fjármálaráðherra. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi. Forsætisráðherra undirstrikaði ríkissstjórnin ætli starfa saman út kjörtímabilið. Stjórnmálaprófessor segir greinilegt ríkisstjórnin vilji efla trú kjósenda á samstarfinu eftir stormasamt tímabil.

Miklar hörmungar blasa við á Gaza, segir prófessor í sögu miðausturlanda. Á þriðja þúsund manns, þar af meira en sjö hundruð börn, hafa farist í loftárásum Ísraelsmanna á svæðinu undanfarna daga, segja heilbrigðisyfirvöld þar. Tugir þúsunda íbúa Gaza eru á flótta í suðurátt, eftir viðvaranir ísraelska hersins um aðgerðir.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Póllands var rekinn í gær fyrir ummæli um utankjörfundaratkvæði. Hann sagði öruggt ekki næðist telja öll atkvæðin í tæka tíð. Kosningar verða í Póllandi á morgun.

Land rís hratt á við Fagradalsfjall og líklegt það fari aftur gjósa þar, jafnvel á þessu ári. Hópstjóri náttúruvár Veðurstofunnar segir mikilvægt fólk hafi ólguna í iðrum jarðar í huga þegar farið er um svæðið.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Lúxemborg á Laugardalsvelli í gærkvöld. Gylfi Þór Sigurðsson kom inná í leiknum og spilaði sinn fyrsta landsleik í þrjú ár.

Kuldinn er farinn bíta og snjór eða hálka víða um land. Hiti verður frá vægu frosti upp í nokkrar gráður, með skúrum eða éljum, en þurrt norðan og austantil.

Frumflutt

14. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,