Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. janúar 2024

Rafmagnsviðgerðir halda áfram í Grindavík í dag. Rafmagn fór af bænum í nótt, bærinn er keyrður á varaafli þangað til búið er tengja háspennulínu sem verið er koma upp.

Framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækis í Grindavík vill heimamenn stjórni aðgerðum í bænum en ekki utanaðkomandi í aðgerðarherbergjum í Reykjanesbæ eða í Reykjavík.

Dómsmálaráðherra segir dapurlegt sjá hóp mótmælenda leggja Austurvöll undir sig í lengri tíma, og tekur þannig undir gagnrýni utanríkisráðherra. Hún hefur birt drög frumvarpi sem heimilar frelsissviptingu og vistun útlendinga í lokuðu búsetuúrræði.

Þrettán voru drepnir í árás Úkraínuhers á markað í austurhluta landsins, þar sem Rússar fara með stjórn. Þá varð sprenging í eldsneytisbirgðastöð í höfn í Pétursborg í morgun og er Úkraínumönnum kennt um.

Lögreglustöð hefur verið opnuð á Hvammstanga á ný. Sveitarstjórinn segir stöðina auka öryggi íbúa til muna.

Vonast er til borhola fyrirtækisins Krafla Magna Testbed við eldstöðina Kröflu við Mývatn muni hjálpa vísindamönnum skilja hegðun eldfjalla. Til stendur byrja bora 2026.

Frumflutt

21. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir